Nokia E71 - Myndataka

background image

Myndataka

Þetta tæki styður allt að 2048 x 1536 punktar myndupplausn.

Myndupplausnin í þessari handbók getur virst önnur.
Notaðu skjáinn sem myndglugga og ýttu á skruntakkann til

að taka mynd. Tækið vistar myndina í Galleríinu.
Landslagsmynd er stækkuð eða minnkuð áður en hún er tekin

með því að fletta upp eða niður. Þessi valkostur er aðeins

tiltækur þegar tækjastikan sést ekki.
Til að stilla fókusinn á myndefnið áður en mynd er tekin ýtirðu

á T-takkann.
Tækjastikan veitir aðgang að flýtivísum fyrir mismunandi

atriði og stillingar áður og eftir að mynd er tekin eða

hreyfimynd tekin upp. Flettu að hlut á tækjastikunni og ýttu

á skruntakkann.

Skiptu á milli hreyfimynda- og myndastillingar.

Velja umhverfisstillingu.
Velja flass-stillingu (aðeins fyrir myndatöku)
Virkja sjálfvirka myndatöku (aðeins myndir).
Virkja myndaröð (aðeins myndir).
Velja litaáhrif.

Sýna eða fela myndgluggatöflu (aðeins fyrir myndatöku).

Stilla ljósgjafa.
Stilla leiðréttingu við myndatöku (aðeins myndir).

Það hvaða valkostir eru í boði fara eftir tökustillingunni og

þeim skjá sem er opinn. Skipt er aftur í sjálfgefnar stillingar

þegar myndavélinni er lokað.