Þráðlaust Nokia
lyklaborð
Hægt er að fá þráðlaus lyklaborð sem aukahlut. Notaðu
forritið Þráðlaust lyklaborð til að setja upp þráðlausa Nokia
lyklaborðið, eða annað lyklaborð sem styður HID-sniðið
(Human Interface Devices).
1. Kveiktu á Bluetooth-tengingu tækisins: veldu
Valmynd
>
Tenging
>
Bluetooth
>
Bluetooth
>
Kveikt
. Gakktu
úr skugga um að hafa stillt
Sýnileiki síma míns
>
Sýnilegur öllum
.
2. Kveiktu á lyklaborðinu.
3. Veldu
Valmynd
>
Skrifstofa
>
Þr.l. lyklab.
.
4. Veldu
Valkostir
>
Finna lyklaborð
til að leita að tækjum
með Bluetooth-tengingu.
5. Veldu lyklaborðið af listanum og ýttu á skruntakkann til
að koma á tengingunni.
6. Til að para lykilorðið við tækið slærðu inn lykilorð að eigin
vali (1 til 9 tölustafir) í tækið og svo sama lykilorð á
lyklaborðið.
7. Ef beðið er um að gerð lyklaborðsins sé tilgreind skaltu
velja hana af listanum.
Þegar heiti lyklaborðsins birtist breytist staða þess í
Lyklaborð tengt
og vísirinn á lyklaborðinu blikkar hægt.
Lyklaborðið er þá tilbúið til notkunar.
Nánari upplýsingar um notkun og viðhald lyklaborðsins er að
finna í notendahandbók þess.
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
84