
Hringt í kallkerfi
Til að hringja kallkerfissímtal velurðu
Valkostir
>
Tengiliðir
, velur svo einn eða fleiri tengiliði og ýtir á
kallkerfistakkann. Mundu að halda tækinu fyrir framan þig
meðan samtal fer fram svo að þú sjáir skjáinn. Skjárinn sýnir
hvenær komið er að þér að tala. Talaðu í hljóðnemann og
vertu ekki með hendurnar fyrir hátalaranum. Ýttu á
kallkerfistakkann og haltu honum inni á meðan þú talar.
Slepptu takkanum þegar þú ert búinn að tala.
Ýttu á hætta-takkann til að ljúka kallkerfissímtalinu.
Þegar þú færð kallkerfissímtal skaltu ýta á hringitakkann til
að svara eða endatakkann til að hafna símtalinu.