Netsímtöl
Veldu
Valmynd
>
Samskipti
>
Netsími
.
Tækið styður símtöl um internetið (netsímtöl). Tækið reynir
fyrst og fremst að koma á neyðarsímtölum í farsímakerfum.
Ef neyðarsímtal tekst ekki í farsímakerfi reynir tækið
neyðarsímtal um þjónustuveitu netsímtala. Vegna þeirrar
útbreiðslu sem farsímatækni hefur náð skal nota farsímakerfi
fyrir neyðarsímtöl þar sem það er hægt. Ef farsíminn er innan
þjónustusvæðis skal ganga úr skugga um að kveikt sé á
honum og að hægt sé að hringja áður en reynt er að hringja
neyðarsímtal. Möguleikinn á neyðarsímtölum um internetið
fer eftir tiltækni þráðlauss staðarnets og því hvort
þjónustuveitan hafi sett símann upp fyrir slík símtöl. Nánari
upplýsingar um neyðarsímtöl um internetið fást hjá
þjónustuveitu netsímtala.
Með netsímaþjónustunni (sérþjónusta) er hægt að hringja og
svara símtölum um internetið með VoIP-tækninni (voice over
internet protocol). Hægt er að koma á netsímtölum á milli
tölva, milli farsíma og milli VoIP-tækja og venjulegs síma. Til
að hringja eða taka við netsímtali verður tækið þitt að vera
innan WLAN-svæðis. Mismunandi er hvort þjónustan er í boði
eftir löndum eða svæðum.