Hringja símtal
Raddmerki fyrir tengilið er nafnið eða gælunafnið sem er
vistað á tengiliðaspjaldinu í Tengiliðir.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í
hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að
treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Til að hlusta á raddmerki skaltu opna tengiliðaspjald og velja
Valkostir
>
Spila raddmerki
.
1. Haltu raddtakkanum inni til að hringja símtal með
raddskipun.
2. Þegar þú heyrir tóninn eða sérð merki á skjánum skaltu
bera skýrt fram nafnið sem vistað er á tengiliðaspjaldinu.
3. Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn á því
tungumáli sem er valið og birtir nafnið og símanúmerið.
Eftir 1,5 sekúndur hringir tækið í númerið. Ef tækið valdi
rangan tengilið skaltu velja
Næsta
til að skoða aðrar
niðurstöður í lista eða
Hætta
til að hætta við raddstýrða
hringingu.
Ef nokkur númer eru vistuð undir nafninu velur tækið
sjálfgefna númerið, hafi það verið tilgreint. Annars velur
tækið fyrsta númerið í eftirfarandi röð:
Farsími
,
Farsími
(heima)
,
Farsími (vinna)
,
Sími
,
Sími (heima)
og
Sími
(vinna)
.