Upplýs. frá endurvarpa
.
Með þjónustuupplýsingum frá endurvarpa getur þú tekið við
skilaboðum um margvísleg efni frá þjónustuveitunni þinni,
svo sem veðurfréttum eða umferðarfréttum, á tilteknum
svæðum. Upplýsingar um efnissvið og tengd efnisnúmer fást
hjá þjónustuveitum. Ekki er hægt að taka á móti skilaboðum
frá endurvarpa þegar tækið er í ytri SIM-ham. GPRS-tenging
getur valdið því að endurvarpsupplýsingar berast ekki.
Ekki er hægt að fá upplýsingar frá endurvarpa í UMTS-
símkerfum (þriðja kynslóð).
Það gæti þurft að kveikja á móttöku skilaboða frá endurvarpa
til að hægt sé að taka á móti skilaboðum frá honum. Veldu
Valkostir
>
Stillingar
>
Móttaka
>
Virkt
.
Til að birta skilaboð sem tengjast efni skaltu velja
efnisflokkinn.
Til að taka á móti skilaboðum sem tengjast efni velurðu
Valkostir
>
Gerast áskrifandi
.
Ábending: Hægt er að stilla efnissvið sem mikilvæg.
Þegar tækið er í biðstöðu er gert viðvart þegar skilaboð
í mikilvægum efnisflokki berast. Veldu efni og svo
Valkostir
>
Sérmerkja
.
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
58
Til að bæta við, breyta, eða til að eyða efnissviðum velurðu
Valkostir
>
Efni
.