Kveikt á tækinu í fyrsta
skipti
1. Haltu rofanum inni þar til þú finnur tækið
titra.
2. Ef beðið er um það skaltu slá inn PIN-
númerið eða læsingarnúmerið og velja
Í
lagi
.
3. Ef beðið er um það skaltu slá inn borgina þar
sem þú ert staddur/stödd ásamt tímanum
og dagsetningunni. Sláðu inn fyrstu stafina
í nafni landsins til að velja það. Mikilvægt er
að velja rétt land þar sem tímasett
dagbókaratriði geta breyst ef nýtt land er í
öðru tímabelti.
4. Forritið Velkomin/n opnast. Veldu á milli valkostanna, eða
lokaðu forritinu með því að velja
Hætta
.
Notaðu hjálparforritin sem eru tiltæk á heimaskjánum og
stillingarforritið til að velja mismunandi stillingar tækisins.
Þegar kveikt er á tækinu kann það að bera kennsl á
símafyrirtæki SIM-kortsins og velja einhverjar stillingar
sjálfkrafa. Þú getur einnig fengið réttar stillingar hjá
þjónustuveitunni þinni.
Hægt er að kveikja á tækinu án þess að SIM-kort sé í tækinu.
Tækið ræsir sig án tengingar og ekki er hægt að nota þær
símaaðgerðir þar sem tenging við símkerfið er nauðsynleg.
Slökkt er á tækinu með því að halda inni rofanum.