Stillingahjálp
.
Stillingahjálpin stillir tækið í samræmi við upplýsingar
símafyrirtækisins. Til að nota slíka þjónustu þarf að hafa
samband við þjónustuveituna til að gera gagnatengingu eða
aðra þjónustu virka.
Framboð stillinga í stillingahjálpinni veltur á tækinu, SIM-
kortinu, símafyrirtækinu og þeim gögnum sem eru í
gagnagrunni stillingahjálparinnar.
Ef þjónustuveitan býður ekki upp á stillingahjálpina er ekki
víst að hún birtist í valmynd tækisins.
Hjálpin er ræst með því að velja
Byrja
. Þegar þú notar hjálpina
í fyrsta skipti færðu leiðsögn um uppsetningu. Ef ekkert SIM-
kort er í símanum þarftu að velja þjónustuveituna og
heimaland hennar. Ef landið eða þjónustuveitan sem hjálpin
stingur upp á er ekki rétt skaltu velja þá réttu af listanum. Ef
truflun verður á uppsetningu eru stillingarnar ekki
tilgreindar.
Til að opna aðalvalmynd stillingahjálparinnar að
uppsetningu lokinni velurðu
Í lagi
.
Á aðalskjánum skaltu velja úr eftirfarandi:
•
Símafyrirtæki
— Tilgreindu stillingar sem eru bundnar
símkerfinu eins og MMS, internet, WAP og
straumspilunarstillingar.
•
Póstuppsetning
— Velja stillingar fyrir tölvupóst.
•
Kallkerfi
— Velja stillingar kallkerfis.
•
Samn. hreyfim.
— Velja stillingar fyrir samnýtingu
hreyfimynda.
Ef þú getur ekki notað stillingahjálpina skaltu opna vefsíðu
Nokia símans.